Eyjan Brákarey er lítil klettaey fram af Borgarnesi og er eyjan tengd við land með brú yfir Brákarsund. Eyjan er sögð nefnd eftir Þorgerði brák, sem var ambátt á Borg og fóstra Egils Skallagrímssonar. Handverksframleiðslan er staðsett í Brákarey og dregur hún nafn sitt af klettaeyjunni litlu.
Brákarey er handverksframleiðsla á kjöti sem er í eigu og rekin af þremur bændum í Borgarfirði, en bændurnir leggja metnað sinn í að styðja við sjálfbærni í nærsamfélagi sínu. Brákarey vinnur einungis með innlent hráefni og gefur af sér hreinar vörur.
Við vinnum eftir okkar lífsgildum sem eru eftirfarandi.
Það er okkar sannfæring að sjálfbærni sé rétta og ábyrga leiðin til framtíðar. Að styrkur sé í smæðinni og bera skal virðingu fyrir dýrum, bændum, landi og náttúru.
Dýrin eru okkar líf, við berum virðingu fyrir þeirra gjöf og sinnum velferð þeirra af ábyrgð.
Dýrin fá gras að borða og ganga um frjáls stóran hluta ársins.
Styttri flutningsleiðir dýra í smærri fjölda-einingum minnkar hjá þeim stress og áreiti. Einnig minnkar það kolefnisfótspor.
Við leggjum metnað í að nýta alla hluta dýrsins af virðingu fyrir því og náttúrunni.
Við finnum til ábyrgðar gagnvart nærsamfélagi okkar en með tilvist okkar eru fleiri valkostir á markaði fyrir bændur.
Við aðhyllumst “Fair trade” stefnunni og leggjum okkur fram í að bændur fái sanngjarnt verð fyrir afurð sína.
Vegna smæðar er rekjanleiki afurða aðgengilegri og aukinn sveigjanleiki í framleiðslu.
Brákarey er með hreinar gæðavörur á sanngjörnu verði.
//
The island Brákarey is a small rocky island just outside of the town Borgarnes and is connected to land by a bridge. The island is said to be named after Þorgerður Brák, who was a slave at the farm Borg and caretaker of Egil Skallagrímsson from Egils Sagas. The company Brákarey is a facility located on the island Brákarey and derives its name from it.
Brákarey is a farm-crafted production of meat that is owned and run by three farmers in Borgarfjörður, west coast of Iceland. The farmers ambition is to support sustainability within their local community. Brákarey solely works with domestic raw materials and produces pure products.
Our manifesto that we work by are as follows.
We are convinced that sustainability is the right and responsible way forward. That there is strength in smallness and it is important to have respect for animals, farmers, land and nature.
Animals are our lives, we respect their gift and attend to their welfare responsibly.
We feed the animals grass and they roam freely in the wild nature for most of the year.
We have shorter transport routes of animals in smaller units which reduce their stress and stimuli. It also reduces the carbon footprint.
We strive to use all parts of the animal out of respect for it and nature.
We feel responsible towards our local community, but with our existence there are more options for farmers on the market .
We support the “Fair trade” ideology and strive to ensure that farmers receive a fair payment for their products.
Due to our small size, product traceability is more accessible and production flexibility increases.
Brákarey products are of pure quality and fairly priced.