Lambagæra // Sheepskin

Íslensk­ lambagær­a er einstök. Eig­in­leik­ar og end­ing eru í hæsta gæðaflokki enda hafa þær haldið lífi í land­an­um um ald­ir.

Uppruni íslensku kindarinnar má rekja til Norðurlandanna enda var hún flutt hingað af landnámsmönnum og hefur hún haldið sérkennum sínum í aldanna rás. Helstu eiginleikar ullarinnar af íslensku sauðkindinni eru svolítið sérstæðir miðað við það sem þekkist hjá sauðfé víðast annars staðar í heiminum. Hjá þeirri íslensku eru tvær tegundir hára mest áberandi í ullinni. Það eru annars vegar toghár sem eru löng með litlum bylgjum og fremur gróf. Hins vegar eru þelhár sem eru fremur stutt og mjög fín og létt. Hjá öðrum sauðfjárkynjum í heiminum er yfirleitt mjög lítill munur á lengd og grófleika á togi og þeli.

Brákareyjar lambagærur eru í takmörkuðu magni. Flestar eru hvítar á lit en inn á milli eru einnig svartar, brúnar, gráar og tvílitar eða blettóttar. Á hverju ári má finna örfáar einstaklega fallegar lambagærur, þær eru sérstaklega valdar úr og færðar í úrvals flokk. Þessar gærur eru merktar Úrvals lambagærur frá Brákarey.

Íslensku lambagærurnar okkar eru verkaðar í Svíþjóð með eins mildum aðferðum og hægt er, og í samræmi við stranga sænska umhverfislöggjöf. Kolefnissporum er haldið í lágmarki með samvinnu við nágrannalönd okkar. Samstarfsaðilar okkar í Svíþjóð eru AB Tranås Skinnberedning.

Úrvals lambagærur – 45.900 kr.

Standard lambagærur – 32.900 kr.

Litaðar lambagærur – 36.900 kr.
– ullarlitaðar og mokkalitaðar

Lambaleður – 24.900 kr. skinnið
– svart, grátt, brúnt og dökkbrúnt

Við erum í samstarfi við Ninju Ómarsdóttur hjá materialNord (www.materialnord.com) með sölu og dreifingu á lambagærunum. Vinsamlegast hafið samband við hana fyrir frekari upplýsingar á netfangið material@materialnord.com.

//

Our Icelandic sheepskin come from passionate and knowledgable farmers whom we know personally, so we know that our sheepskins come from sheep that have led safe and happy sheep-lives.

With the isolation that comes with living on an island, the Icelandic sheep is one of the purest breeds of sheep in the world and the sheepskin one of the finest. It is descended from nordic breeds traced back to Viking era. In contrast to many other breeds today, Icelandic sheeps are dual-coated. This means they have two kinds of wool. The long, glossy, water-repellent and coarse outer coat called Tog (tow) protects them from the elements. The fine, soft, highly insulating and shorter undercoat called Þel (thel) preserves body heat.

Our sheepskins are in limited quantities every year. Most of them are white in colour but there are also black, brown, gray and two-colored or spotted ones. Every year there are a few exceptionally beautiful sheepskins, these are specially selected and placed in top category. These sheepskins are marked Selected sheepskin from Brákarey.

Our Icelandic sheepskins are tanned in Sweden using the gentlest methods available in adherence with the strict Swedish environmental legislation. As there is no domestic tannery for sheepskins available, we work with our neighbours in order to keep the carbon footprint at a minimum.

Selected sheepskin – 45.900 ISK

Standard sheepskin – 32.900 ISK

Dyed colour sheepskin – 36.900 ISK
– wool-dyed or suede side dyed

Lamb leather – 24.900 ISK per skin
– black, grey, brown and dark brown

We are in collaboration with Ninja Ómarsdóttir at materialNord (www.materialnord.com) for sales and distribution. Please contact her at material@materialnord.com for further information.